Fréttasafn



16. okt. 2019 Almennar fréttir Efnahagsmál Orka og umhverfi

Ný skýrsla SI um íslenska raforkumarkaðinn

Opinn fundur Samtaka iðnaðarins um íslenska raforkumarkaðinn er að hefjast rétt í þessu í Kaldalóni í Hörpu. Á fundinum er afhent ný skýrsla SI um raforkumarkaðinn þar sem koma fram tillögur að úrbótum auk þess sem þar er að finna upplýsingar um uppbyggingu og sérstöðu raforkumarkaðarins, skipulag og stjórnsýslu, raforkunotendur og raforkusamninga.

Hér er hægt að nálgast skýrsluna.

Forsida-skyrslu-mynd

Yfirskrift fundarins er Íslensk raforka – ávinningur og samkeppnishæfni. Á fundinum verður horft til þjóðhagslegs ávinnings af raforkuframleiðslu á Íslandi og mikilvægi þess að efla samkeppnishæfnina. Orkumál eru hluti af atvinnustefnu fyrir Ísland og var farið yfir uppbyggingu raforkumarkaðarins að undanförnu, samanburð við nágrannaríki og skoðað hvernig bæta megi rekstrarskilyrði í raforkumálum einstakra atvinnugreina.

Dagskrá

  • Ávarp – Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI
  • Life and times of large electricity consumers in Norway – Ole Løfsnæs, sérfræðingur í raforkumálum hjá Norsk Industri
  • Íslensk raforka – samkeppnishæfni – Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI
  • Þjóðhagslegt mikilvægi orkusækins iðnaðar – Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI
  • Stjórnsýsla raforkumála og eftirlit Orkustofnunar – Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri
  • Pallborðsumræður - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Jóhannes Felixson, bakarameistari og eigandi Jóa Fel, Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, og Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri.
  • Fundarstjórn og stjórnandi pallborðs – Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI