Fréttasafn



1. apr. 2022 Almennar fréttir Mannvirki Samtök rafverktaka

Ný stjórn Félags löggiltra rafverktaka

Aðalfundur Félags löggiltra rafverktaka, FLR, var haldinn í byrjun mars og var hann vel sóttur af félagsmönnum. Kosning stjórnar fór fram og hana skipa Pétur H. Halldórsson, Raftækjasalan, formaður, Helgi Rafnsson, Rafholt, varaformaður, Elvar Trausti Guðmundsson, Rafgæði, Friðrik Fannar Sigfússon, Enorma, Róbert Jensson, Rafmagnsverkstæði Jens o Róberts. Varamenn eru Jóhann Unnar Sigurðsson, Elmax, Bergrós Björk Bjarnadóttir, Neisti rafverktakar.

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa var undir liðnum önnur mál rætt um hættur sem stafa af vinnu réttindalausra við raflagnir, útboðsmál, þjónustu veitufyrirtækja við rafvertaka og komandi kjarasamninga.

Stjórn félagsins lagði fram eftirfarandi bókun sem var samþykkt einróma: „Aðalfundur FLR haldinn 2. mars 2022 felur stjórn félagsins að vinna markvisst að því að koma í veg fyrir leppun í rafiðngreinum innan og utan félagsins.“

Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum var kynning frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, þar sem Óskar Frank Guðmundsson og Ólafur Ívar Baldvinsson fóru yfir helstu athugasemdir úttektarmanna við skoðun á neysluveitum.