Fréttasafn



20. mar. 2024 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Ljósmyndarafélag Íslands

Ný stjórn Ljósmyndarafélags Íslands

Ný stjórn var kosin á aðalfundi Ljósmyndarafélags Íslands sem fór fram 13. mars sl. Í stjórninni eru Guðmundur Skúli Viðarsson, formaður, Ólína Kristín Margeirsdóttir, Gunnar Leifur Jónasson, Anna Kristín Scheving, Rán Bjargar og Heida HB sem kemur ný inn í stjórnina. Anton Bjarni Alfreðsson hefur lokið störfum fyrir stjórn og voru honum þökkuð vel unnin störf í þágu félagsins og félagsmanna þess undanfarin ár.

Á fundinum var skýrsla stjórnar flutt og ársreikningur yfirfarinn og samþykktur. Lagabreytingatillögur voru ræddar og samþykktar samhljóða á fundinum. Á vef Ljósmyndarafélags Íslands er hægt að nálgast lög félagsins með breytingum. 

Í lok aðalfundarins var sýnd stuttmynd um franska næturljósmyndarann Foc Khan „Night of The Hunter“.

Studstjorn_LIÁ myndinni eru, talið frá vinstri, Heida HB, Ólína Kristín Margeirsdóttir, Guðmundur Skúli Viðarsson, Gunnar Leifur Jónasson og Anna Kristín Scheving. Rán Bjargar sem einnig er í stjórn var í eldgosaleiðangri þegar myndin var tekin.