Fréttasafn



27. apr. 2023 Almennar fréttir Mannvirki Meistarafélag húsasmiða

Ný stjórn Meistarafélags húsasmiða

Ný stjórn var kosin á aðalfundi Meistarafélags húsasmiða, MFH, sem fór fram í Húsi atvinnulífsins í gær. Í nýrri stjórn sitja Jón Sigurðsson, formaður, Bergur Ingi Arnarsson, varaformaður, Svanur Karl Grjetarsson, gjaldkeri, Kristmundur Eggertsson, ritari, og Pétur Þórarinsson, vararitari. Í varastjórn eru Magnús Sverrir Ingibergsson, Reynir Gylfason og Þorsteinn Erlingsson. 

Að aðalfundarstörfum loknum hélt fulltrúi Steinsteypufélagsins, Sigríður Ósk Bjarnadóttir, Ph.D., framkvæmdastjóri umhverfis- og gæðamála hjá Hornsteini, erindi um umhverfisvænni steypu.

Á myndinni hér fyrir ofan eru, talið frá vinstri, Pétur Þórarinsson, Bergur Ingi Arnarsson, Svanur Karl Grjetarsson, Kristmundur Eggertsson, Magnús Sverrir Ingibergsson og Jón Sigurðsson.

Adalfundur-april-2023_1

Adalfundur-april-2023_2

Adalfundur-april-2023_4Elísa Arnarsdóttir, viðskiptastjóri MFH hjá SI.

Adalfundur-april-2023_5Sigríður Ósk Bjarnadóttir, Ph.D., framkvæmdastjóri umhverfis- og gæðamála hjá Hornsteini.