Fréttasafn



21. maí 2019 Almennar fréttir Mannvirki

Ný stjórn Samtaka arkitektastofa

Ný stjórn Samtaka arkitektastofa, SAMARK, var kosin á aðalfundi samtakanna sem haldinn var í dag í Húsi atvinnulífsins. Áður en formleg aðalfundarstörf hófust hélt Finnur Sveinsson, viðskipta- og umhverfisfræðingur, erindi um virðisaukandi arkitektúr og fór sérstaklega yfir virði þess að byggja umhverfisvottað mannvirki. Fundarstjóri var Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI.

Á fundinum voru samþykktar lagabreytingartillögur sem fólu m.a. í sér fjölgun stjórnarmanna úr þremur í fimm. Nýja stjórn SAMARK skipa Jón Ólafur Ólafsson, formaður, Batteríið, Aðalheiður Atladóttir, A2F, Aðalheiður E. Kristjánsdóttir, Landmótun, Freyr Frostason, THG og Þorvarður L. Björgvinsson, Arkís. 

Adalfundur-2019-2-Finnur Sveinsson, viðskipta- og umhverfisfræðingur.

Adalfundur-2019-3-Jón Ólafur Ólafsson, formaður SAMARK.