Fréttasafn



29. apr. 2019 Almennar fréttir Mannvirki

Nýr formaður Mannvirkjaráðs SI

Á fundi Mannvirkjaráðs SI fyrr í dag var Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri JÁVERKS og fulltrúi Mannvirkis – félags verktaka í Mannvirkjaráði, kjörinn formaður ráðsins. Mannvirkjaráð SI er samstarfsvettvangur innan Samtaka iðnaðarins sem hefur það hlutverk að stuðla að eflingu mannvirkjageirans, jákvæðri ímynd og heilbrigðu starfsumhverfi. Ráðið fjallar um málefni sem varða heildarhagsmuni atvinnurekenda í mannvirkjagerð og þar eiga sæti fulltrúar frá öllum félögum og starfsgreinahópum sem starfa innan mannvirkjasviðs SI á hverjum tíma, auk þess sem þeir stjórnarmenn SI sem eru fulltrúar fyrirtækja í mannvirkjaiðnaði eiga sæti í ráðinu.

Fundur-29-04-2019-1-