Fréttasafn



29. nóv. 2018 Almennar fréttir

Nýr viðskiptastjóri ráðinn til SI

Lárus M. K. Ólafsson hefur verið ráðinn nýr viðskiptastjóri á framleiðslusviði Samtaka iðnaðarins og mun auk þess sjá um orku- og umhverfismál fyrir samtökin. Lárus mun hefja störf 1. febrúar næstkomandi.

Lárus er lögfræðingur að mennt frá Háskóla Íslands og hefur sérhæft sig á sviði umhverfis- og auðlindamála. Hann hefur starfað sem lögfræðingur Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) og Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Áður starfaði Lárus sem yfirlögfræðingur Orkustofnunar og var jafnframt staðgengill orkumálastjóra. Hann starfaði einnig sem lögfræðingur hjá iðnaðarráðuneytinu og félagsmálaráðuneytinu. Þá hefur Lárus annast kennslu á sviði umhverfis- og auðlindaréttar ásamt því að vera prófdómari við Háskóla Íslands á framangreindum sviðum.

Viðskiptablaðið, Vísir, mbl.is, 29. nóvember 2018.