Fréttasafn



26. apr. 2023 Almennar fréttir Félag íslenskra snyrtifræðinga Iðnaður og hugverk

Nýútskrifaðir snyrtifræðingar fá sveinsbréf

Aðalfundur Félags íslenskra snyrtifræðinga, FÍSF, fór fram í Húsi atvinnulífsins þriðjudaginn 18. apríl síðastliðinn. Á fundinum var stjórn félagsins endurkjörin. Þegar hefðbundnum aðalfundarstörfum var lokið voru umræður um aðild félagsins að alþjóðlegu samtökunum CIDESCO auk áframhaldandi umræðu um nafnabreytingu á starfsheiti snyrtifræðinga. 

Í kjölfar aðalfundar var sveinsbréfsafhending þar sem átta sveinum voru afhent sveinsbréf sín. Útskrifaðar eru níu talsins; Anna Lind Friðriksdóttir, Elma Lísa Geirmundsdóttir, Elva Björg Gunnarsdóttir, Lára Vilhelmsdóttir, María Rut Guðnadóttir, Rakel Sunna Pétursdóttir, Rakel Sunna Pétursdóttir, Sigrún Lilja Sigurðardóttir, Siriat Siangma og Sunna Lind Sigríðardóttir. 

Stjorn-2023Stjórn FÍSF sem var endurkjörin, talið frá vinstri, Alda Ósk Harðardóttir, Birna Ósk Þórisdóttir, Beata Emilia Kocot, Svana Björk Hjartardóttir, Brynhildur Íris Bragadóttir, Rebekka Einarsdóttir, formaður, Auður Helga Guðmundsdóttir og María Stefánsdóttir. 

Nýútskrifaðir snyrtifræðingar með sveinsbréf sín.