Fréttasafn



21. apr. 2020 Almennar fréttir Orka og umhverfi

Orkusjóður verði skyldaður til að birta árlega skýrslu

Samtök iðnaðarins vilja að kveðið verði á um það í lögum að Orkusjóður verði skyldaður til að birta opinberlega árlega skýrslu um starfsemi sjóðsins og úthlutun styrkja til verkefna þó svo að í reglugerð verði nánar útfærð framsetning og innihald slíkrar skýrslugjafar. Með því að lögfesta slíka skyldu sé verið að auka gagnsæi í stjórnsýslu og auka aðhald með opinberum styrkjum sem samtökin telja mikilvægt.

Þetta kemur fram í umsögn SI sem send hefur verið atvinnuveganefnd Alþingis vegna frumvarps til laga um Orkusjóð, 639. mál. 

Í umsögninni er vísað til framkvæmdar Enova í Noregi, sem á ríka samsvörun við starfsemi Orkusjóðs, þar sem sá sjóður gefur út árlega greinargóða skýrslu um starfsemi þess sjóðs, áherslur hans og úthlutun styrkja. 

Hér er hægt að nálgast umsögnina í heild sinni.