Fréttasafn



26. apr. 2023 Almennar fréttir Orka og umhverfi

Orkuskipti eina leiðin til að ná loftslagsmarkmiðum

Rætt er við Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra SI, í fréttum RÚV þar sem hann segir að samstaða ríki um þau markmið sem hafa verið sett í loftslagsmálum. „Eina leiðin til þess að ná þessum markmiðum er sú að fara í orkuskipti. Tæknin er á fleygiferð, þannig að hún verður ekki flöskuháls heldur er hætt við því að orkuöflunin sjálf verði flöskuháls. Og þess vegna þurfum við að hefjast handa strax í því verkefni til þess að við eigum einhverja möguleika á því að ná þessum metnaðarfullu markmiðum sem hafa verið sett.“

Í frétt Höskuldar Kára Schram um fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis kemur fram Umhverfisstofnun hafi birt í síðustu viku skýrslu sem sýni að losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi hafi aukist á síðustu árum og að ríkisstjórnin hafi sett sér það markmið að ná 55% samdrætti í losun árið 2030 miðað við árið 2005. Þá kemur fram í fréttinni að umhverfisráðuneytið vinni að uppfærðri aðgerðaráætlun Íslands í loftslagsmálum og stefnt sé að útgáfu hennar síðar á þessu ári. 

Hér er hægt að horfa á fréttina í heild sinni.

RÚV, 25. apríl 2023. 

RUV-25-04-2023Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI, og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, mættu á opinn fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis til að ræða loftslagsmarkmið sem fjallað er um í frétt RÚV.