Fréttasafn



9. sep. 2021 Almennar fréttir

Ráðherra iðnaðar, nýsköpunar og erlendrar fjárfestingar

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, hóf umræður við forystufólk stjórnmálaflokkanna með því að fara yfir stöðu iðnaðarins þar sem meðal annars kom fram að iðnaður sem heyri undir Samtök iðnaðarins sé fjölbreyttur þar sem aðildarfélög samtakana séu 40. Hann sagði iðnaðinn vera stærstu atvinnugreinina þar sem ríflega 40 þúsund manns starfi og iðnaður skapi 40% gjaldeyristekna þjóðarbúsins. 

Sigurður greindi frá því að Samtök iðnaðarins hafi lagt fram 33 tillögur að umbótum til að auka samkeppnishæfni. Hann hvatti til þess að heimatilbúnir fjötrar væru slitnir svo hægt verði að hlaupa hraðar. Þá fór Sigurður yfir fjórðu stoð útflutnings, hugverkaiðnaðinn, sem hafi fest sig í sessi til viðbótar við orkusækinn iðnað, ferðaþjónustu og sjávarútveg. Sigurður sagði frá því að fjöldi fyrirtækja í nýsköpun hefði margfaldast sem meðal annars endurspeglaðist í þeim fjölda fyrirtækja sem fá endurgreiðslur vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar. Auk þess sem gjaldeyristekjur í hugverkaiðnaði hafi aukist verulega og hafi numið 16% á síðasta ári.

Sigurður fór yfir sóknarfæri sem væru í grænum iðnaði, hann sagði loftslagsvandann leystan með nýsköpun og orkuskiptum. Þá sagði hann frá helstu niðurstöðum úr könnun sem gerð var meðal flokkanna sem þátt  tóku í fundinum. Átta flokkar af níu svöruðu spurningum en Sósíalistaflokkurinn svaraði ekki. 

Í máli Sigurðar kom fram að til að ýta undir vöxt og sækja tækifærin leggðu Samtök iðnaðarins það til að koma ætti á ráðherra iðnaðar, nýsköpunar og erlendrar fjárfestingar. Hann nefndi mikilvægi þess að til að festa hugverkaiðnaðinn í sessi sem fjórðu stoðina ætti að gera endurgreiðslur vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar ótímabundna en núverandi reglugerð gildi einungis út árið. 

Hér er hægt að nálgast glærur Sigurðar á fundinum.

Si_kosningafundur_2021-5

Si_kosningafundur_2021-6Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI.

Hér er hægt að horfa á upptöku af inngangsorðum Sigurðar á fundinum:

https://vimeo.com/600876397