Fréttasafn



25. apr. 2023 Almennar fréttir Mannvirki Samtök rafverktaka

Rafmennt gefur spjaldtölvur til góðgerðarmála

Stjórn Rafmenntar ákvað að gefa spjaldtölvur til eigna til fjölmargra góðgerðarmálefna og hefur afhending þeirra farið fram að undanförnu. Frá árinu 2016 hafa nemendum í rafiðn verið gefnar spjaldtölvur og hefur Rafmennt gefið nemendum alls 3.226 spjaldtölvur. Nú hefur styrk til grunnnámsnema verið breytt og því eru fjölmörg góðgerðarmál sem njóta góðs af gjöfinni.  

Myndin hér að ofan er tekin þegar framkvæmdastjóri Rafmenntar, Þór Pálsson, afhenti spjaldtölvur til fangelsisins á Hólmsheiði. Rafmennt hefur afhent eftirtöldum spjaldtölvur:

  • Hjálpræðisherinn
  • Kvennaathvarfið
  • Pepp Íslandi
  • Fangelsismálastofnun
  • Grund
  • Dagdvöl aldraðra Reykjanesbæ
  • Ljósið
  • Bergið
  • Afl sjúkraþjálfun
  • Hrafnista dagdvöl 
  • Sléttan