Fréttasafn



19. mar. 2021 Almennar fréttir Mannvirki Starfsumhverfi

Rafrænn fundur um eftirlit með byggingarvörum

Samtök iðnaðarins, SI, og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, efna til rafræns fundar þriðjudaginn 23. mars kl. 9.00-10.00 þar sem fjallað verður um eftirlit HMS með byggingarvörum.

HMS hefur boðað átak í markaðseftirliti með byggingarvörum í samræmi við lög um byggingarvörur. Eftirlitið mun ná til framleiðenda, innflytjenda og annarra seljenda en einnig til fagaðila í byggingariðnaði, s.s. hönnuða, iðnmeistara, byggingarstjóra og byggingarfulltrúa.

Markaðseftirlit HMS annast meðal annars upplýsingagjöf um byggingarvörur og lögin sem um þær gilda. Markaðurinn hefur óskað eftir aukinni upplýsingagjöf sem HMS vill bregðast við og því er vinna við gerð fræðsluefnis og námskeiða hafin og er þessi fundur varða á þeirri vegferð.

Fundurinn fer fram rafrænt í gegnum Zoom og verður hlekkur sendur á skráða fundargesti fyrir fundinn.

Dagskrá

  • Jóhann Ólafsson, framkvæmdastjóri á sviði Öryggis mannvirkja hjá HMS
  • Þórunn Sigurðardóttir, sérfræðingur á sviði Öryggis mannvirkja hjá HMS
  • Björg Ásta Þórðardóttir, yfirlögfræðingur SI, er fundarstjóri

Hér er hægt að skrá sig á fundinn.