Fréttasafn



21. nóv. 2018 Almennar fréttir Mannvirki

Rafverktakar funda um nýtt samskiptakerfi

Góð mæting var á fund Félags löggiltra rafverktaka í morgun þar sem fjallað var um nýtt samskiptakerfi Veitna sem verið er að innleiða. Fundurinn fór fram í Rafmennt á Stórhöfða. 

Á fundinum fluttu erindi Þorvaldur Finnbogason, rekstrarstjóri mæla- og notendaþjónustu Veitna, um samvinnu Veitna og rafverktaka. Þá svaraði Þorvaldur fyrirspurnum ásamt þeim Sigurjóni Kr. Sigurjónssyni, forstöðumanni reikninga- og notendaþjónustu OR og Rúnari Geir Þorsteinssyni, umsjónarmanni rafmagnsþjónustu Veitna. 

Fundur-loggiltra-rafverktaka-21-11-2018-2-Þorvaldur Finnbogason, rekstrarstjóri mæla- og notendaþjónustu Veitna, kynnti samvinnu Veitna og rafverktaka.