Fréttasafn



19. mar. 2019 Almennar fréttir

Reynt að koma til móts við kröfur um styttri vinnutíma

Við höfum lagt áherslu á það að við erum að lengja dagvinnutímann en við ætlum ekki að lengja vinnutíma einstaklinga. Við höfum átt í miklum samræðum um að auka sveigjanleika innan þessa tímabils. Ég held að það sé það sem fjölskyldufólk kallar eftir. Þetta kom meðal annars fram í máli Guðrúnar Hafsteinsdóttur, formanns SI, í Kastljósi þar sem hún ásamt Flosa Eiríkssyni, framkvæmdastjóra Starfsgreinasambandsins, ræddu stöðuna á vinnumarkaðnum eftir að viðræðum var slitið í gær. Guðrún sagði að atvinnurekendur reyndu með hugmyndum sínum að koma til móts við kröfu fólks um styttri vinnutíma.

Guðrún sagði Samtök atvinnulífsins svara kalli almennings um breytingar á vinnutíma. Íslendingar vilji færa sig nær norrænu ríkjunum og vinna minna. Hún sagði að nú þegar þekkist sveigjanlegur vinnutími á skrifstofum en stór hópur launþega eigi ekki þetta val. 

Á vef RÚV er hægt að horfa á Kastljósið í heild sinni.

Kastljos1