Fréttasafn



19. nóv. 2018 Almennar fréttir

Sagafilm fær Hvatningarverðlaun jafnréttismála

Sagafilm sem er aðildarfyrirtæki SI hlaut í morgun Hvatningarverðlaun jafnréttismála árið 2018 á fundi um jafnréttismál sem haldinn var í Háskóla Íslands. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra afhenti viðurkenninguna til Hilmars Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Sagafilm, og Hrannar Þorsteinsdóttur, fjármála- og starfsmannastjóra Sagafilm.

Markmiðið með Hvatningarverðlaunum jafnréttismála, sem nú eru veitt í fimmta sinn, er að vekja jákvæða athygli á fyrirtækjum sem hafa jafnrétti að leiðarljósi í starfsemi sinni og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til að gera slíkt hið sama. Verðlaunin eru veitt fyrirtæki sem hefur stuðlað að jöfnum möguleikum kynjanna til starfsframa, jöfnum launum, jafnvægi í kynjahlutföllum og aukinni vitund um þann ávinning sem jafnrétti hefur fyrir fyrirtækið og samfélagið.

Á vef SA er hægt að lesa nánar um verðlaunin.

Jafnrettismalaverdlaun-2018-3-Hrönn Þorsteinsdóttir, fjármála- og starfsmannastjóra Sagafilm, og Hilmar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sagafilm, með viðurkennninguna.