Fréttasafn



9. jún. 2020 Almennar fréttir Mannvirki

Samdráttur hjá flestum arkitektastofum vegna COVID-19

Í nýrri könnun Samtaka arkitektastofa, SAMARK, kemur fram að dregið hefur úr eftirspurn hjá nánast öllum arkitektastofum vegna COVID-19 faraldursins, eða hjá 87%. Að auki sýna niðurstöðurnar að 89% telja að eftirspurn muni dragast enn frekar saman á næstunni. Könnunin var gerð meðal 24 arkitektastofa innan samtakanna.

Í könnuninni var einnig spurt hvort reiknað væri með því að lausafjárstaða verði erfið á næstunni vegna faraldursins og segja 46% svo vera en muni ekki vega að rekstrargrundvelli og 29% segja að lausafjárstaðan verði erfið og muni vega að rekstrargrundvelli. 25% gera ekki ráð fyrir að lausafjárstaðan verði erfið á næstunni vegna faraldursins.

Konnun3

Konnun2

Konnun1