Fréttasafn



30. nóv. 2016 Almennar fréttir

Samfélagsábyrgð til umfjöllunar á fundi í Húsi atvinnulífsins

Morgunfundur um samfélagsábyrgð verður haldinn í Húsi atvinnulífsins á þriðjudaginn næsta 6. desember kl. 8.30-10. Á fundinum segir Hörður Vilberg, forstöðumaður samskipta hjá SA, frá Global Compact og samstarfi fyrirtækja á Norðurlöndum en SA eru tengiliður Íslands við Global Compact. Einnig segir Erla Jóna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri samskiptasviðs hjá Ölgerðinni, frá því hvernig fyrirtækið nýtir sér Global Compact. Þá kynnir Vera Knútsdóttir, framkvæmdastjóri félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, 17 heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um betri heim. 

Fundarstjóri er Fanney Karlsdóttir, varaformaður Festu.

Hér er hægt að skrá sig á fundinn.