Fréttasafn



12. jan. 2015 Menntun

Samkeppnisréttur fyrir stjórnendur fyrirtækja

Lagastofnun stendur fyrir námskeiði í 29. janúar sem er sérsniðið fyrir ólöglærða stjórnendur fyrirtækja á sviði samkeppnisréttar.

Námskeið 29. janúar 2015 - Samkeppnisréttur fyrir stjórnendur fyrirtækja
Bann við samráði keppinauta og misnotkun markaðsráðandi stöðu - Lögbergi stofu 201, kl. 16:30-19:30

Í 11. gr. samkeppnislaga er lagt bann við hvers konar misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Það hefur mikla þýðingu fyrir fyrirtæki ef það telst markaðsráðandi. Þá leggjast á það sérstakar skyldur og það getur sætt viðurlögum vegna háttsemi sem er fyllilega heimil þegar um er að ræða fyrirtæki sem ekki eru markaðsráðandi.

Í 10. gr. samkeppnislaga er lagt bann við hvers konar samráði milli fyrirtækja sem er til þess fallið að raska samkeppni. Samráð um verð og aðra mikilvæga samkeppnisþætti felur að jafnaði í sér háttsemi sem er afar skaðleg fyrir bæði neytendur og atvinnulífið. Geta slík brot leitt til þess að fyrirtæki séu beitt stjórnvaldsviðurlögum og stjórnarmenn eða starfsmenn refsingu.

Skiptir því miklu að starfsmenn og stjórnendur fyrirtækja og þekki vel þessi svið samkeppnisréttarins.

Á námskeiðinu verður leitast við draga upp skýra mynd af inntaki 10. og 11. gr. samkeppnislaga. Verða helstu meginreglur skýrðar og þýðing þeirra í daglegri starfsemi fyrirtækja dregin fram. Er námskeiðinu þannig ætlað að auðvelda þátttakendum að greina og koma í veg fyrir möguleg brot á samkeppnislögum. 

Nánari upplýsingar um námskeiðið hér