Fréttasafn



20. sep. 2022 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

SI aðili að Intergraf

Samtök iðnaðarins hafa gerist aðilar að Intergraf sem eru hagsmunasamtök evrópskra fyrirtækja í prentiðnaði. Aðild SI að Intergraf veitir íslenskum prentfyrirtækjum tækifæri til þátttöku í evrópsku samstarfi í prentiðnaði, aðgengi að upplýsingum um aðföng, þróun markaða, fræðsluefnis um nytjaskóga, umhverfisvottanir og efnanotkun svo dæmi sé tekið. Þá gæta samtökin hagsmuna prentiðnaðar við evrópska lagasetningu. 

Intergraf gefur mánaðarlega út fréttabréf ásamt því að gefa út hagfræðilega greiningu á mörkuðum. Samtök iðnaðarins ásamt aðildarfyrirtækjum í prentiðnaði, Árvakur, Litróf, Eyrún, Héraðsprent, Prentþjónusta Vesturlands, Prentmet Oddi, Svansprent og Víkurfréttir, hlakka til komandi samstarfs við Intergraf.

Hér er hægt að sjá hverjir eru aðilar að Intergraf.