Fréttasafn



7. jún. 2023 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Skipað í nýtt útflutnings- og markaðsráð

Utanríkisráðherra hefur skipað fulltrúa til setu í útflutnings- og markaðsráð. Samkvæmt lögum um Íslandsstofu skipar utanríkisráðherra 31 fulltrúa í ráðið til fjögurra ára í senn segir á vef Stjórnarráðsins. Auk fulltrúa utanríkisráðherra tilnefna sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, ráðherra mennta- og menningarmála, Samtök atvinnulífsins, Samband íslenskra sveitarfélaga og samstarfshópur markaðsstofu landshlutanna fulltrúa í ráðið. Hlutverk ráðsins er að marka, samþykkja og fylgjast með framkvæmd á langtímastefnumótun stjórnvalda og atvinnulífs fyrir markaðssetningu og útflutning.

Fulltrúar sem aðalmenn skipaðir af Samtökum atvinnulífsins eru Gestur Pétursson, Edda Sif Pind Aradóttir, Sigþór H. Guðmundsson, Sigríður Mogensen, Anna Guðmundsdóttir, Liv Bergþórsdóttir, Eva María Þórarinsdóttir Lange, Hlynur Veigarsson, Bjarni Ármannsson og Heiðrún Lind Marteinsdóttir.

Hér er hægt að nálgast lista yfir nýskipaða fulltrúa í útflutnings- og markaðsráði.