Fréttasafn



11. maí 2021 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Orka og umhverfi Samtök álframleiðenda á Íslandi

Sóknarfæri í loftslagsmálum – streymi frá ársfundi Samáls

Sóknarfæri í loftslagsmálum er yfirskrift ársfundar Samáls og hefst útsending á vefsíðu Samáls kl. 14 í dag (http://www.samal.is/is/soknarfaeri-i-loftlagsmalum). Þar verður m.a. fjallað um stöðu og horfur í áliðnaði, hvað hefur áunnist og frekari markmið í loftslagsmálum, endurvinnslu og hringrásarhagkerfið.

Gunnar Guðlaugsson, stjórnarformaður Samáls og forstjóri Norðuráls, ræðir stöðu og horfur í áliðnaði og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, flytur ávarp.

Í pallborði um sóknarfæri í umhverfismálum verða Guðrún Þóra Magnúsdóttir, leiðtogi umhverfismála og rannsóknastofu hjá Isal, Steinunn Dögg Steinsen, framkvæmdastjóri umhverfis- og öryggissviðs Norðuráls, og Fiona Solomon, framkvæmdastjóri ASI, Aluminium Stewardship Initiative.

Í pallborði um samkeppnishæfni íslenskrar álframleiðslu verða Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Guðrún Sævarsdóttir, dósent í verkfræði við Háskólann í Reykjavík, Bjarni Már Gylfason, leiðtogi samfélagsmála og samskipta hjá Isal, og Eoin Dinsmore, yfirmaður greiningarsviðs áliðnaðar hjá CRU.

Nýr tónheimur opnast með alúfóni, nýju hljóðfæri Sinfóníunnar, og innlit verður í framleiðslu á hringrásarvænum vörum hönnunarfyrirtækisins Fólks í Reykjavík.

Fundarstjóri er Dagmar Ýr Stefánsdóttir, yfirmaður samskipta- og samfélagsmála hjá Alcoa Fjarðaáli, og pallborðum stýrir Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls. 

Samal_Arsfundur_2021_255x200_v5