Fréttasafn



28. ágú. 2020 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Nýsköpun

Sprotar sem vaxa hratt eru öðrum hvatning

Í ávarpi Árna Sigurjónssonar, formanns SI, við afhendingu Vaxtarsprotans í Flórunni í Grasagarðinum í Laugardal kom meðal annars fram að nýsköpun væri mikilvæg, einkum og sér í lagi á þeim tímum sem við lifum nú í íslensku efnahagslífi. Hann sagði jafnframt að það væri mikilvægt að fjölga stoðunum og auka fjölbreytnina í atvinnulífi. Þar léki nýsköpun mikilvægt hlutverk. 

Í máli sínu lagði Árni áherslu á mikilvægi þess að þeim sprotum sem vaxið hafa hratt væri hampað því það gæti orðið öðrum sem kunna að vera í svipuðum sporum til hvatningar. Þess vegna meðal annars væri efnt til þeirra viðurkenninga sem Vaxtarsprotinn er en hann var fyrst afhentur árið 2007 og þetta væri því í 14. skiptið sem viðurkenningarnar eru veittar. 

Árni óskaði viðurkenningarhöfum til hamingju með árangurinn en tilkynnt var að Vaxtarsproti ársins 2020 væri Kerecis auk þess sem tvö önnur fyrirtæki, Carbon Recycling International og Pure North Recycling, hluti viðurkenningar fyrir mikinn vöxt í veltu á milli ára.

Si_vaxtarsprotinn_2020_a-7Árni Sigurjónsson, formaður SI.

Si_vaxtarsprotinn_2020_hopmynd_prent-2Frá afhendingu viðurkenninganna, talið frá vinstri, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra, Ingólfur Guðmundsson, forstjóri CRI, Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis, Sigurður Halldórsson, framkvæmdastjóri Pure North Recycling, og Árni Sigurjónsson, formaður SI.

Á Facebook er hægt að nálgast fleiri myndir.