Fréttasafn



17. sep. 2020 Almennar fréttir Starfsumhverfi

Starf sem felur í sér að vera í samskiptum við marga

Í Viðskiptablaðinu er rætt við Steinunni Pálmadóttur, lögfræðing, sem hóf nýverið störf hjá Samtökum iðnaðarins. Þar segir Steinunn meðal annars að sér þyki mjög spennandi að vinna fyrir Samtök iðnaðarins því þetta snúist mikið um að vera í samskiptum við stjórnvöld, tala fyrir mikilvægum málum og þannig ýta á eftir því sem tryggir gott starfsumhverfi íslenskra fyrirtækja. Hún segir að foreldrar hennari hafi verið í atvinnurekstri þegar hún var að alast upp og hafi það eflaust aukið áhuga hennar á atvinnulífinu. „Það er oft talað um að við aldamótakynslóðin viljum hafa áhrif svo hérna sé ég tækifæri til að gera það á stærri vettvangi og koma einhverju góðu áleiðis. Ég er einnig mikil félagsvera og þetta starf felur í sér að vera í samskiptum við mjög marga.“ 

Viðskiptablaðið / vb.is,17. september 2020.

Vidskiptabladid-17-09-2020