Fréttasafn



9. okt. 2017 Almennar fréttir

Stefnumótun er mikilvægasta verkefni stjórnvalda hverju sinni

Í nýjasta hefti Þjóðmála skrifar Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, grein um samkeppnishæfni Íslands og opinbera stefnumótun. Í greininni kemur meðal annars fram að stefnumótun sé mikilvægasta verkefni stjórnvalda hverju sinni því með skýrri sýn og eftirfylgni megi vinna að raunverulegum umbótum og leggja grunn að betri framtíð. Sigurður segir í grein sinni að horfa þurfi á viðfangsefnin frá ýmsum áttum því samkeppnishæfni landsins byggir á mörgum stoðum. Til að móta heildstæða stefnu þurfi að horfa til margra ólíkra þátta líkt og menntunar, innviða, starfsumhverfis og nýsköpunar. Hann segir að með heildstæðri stefnumörkum megi nýta hverja krónu á markvissari hátt og það þurfi ekki að fjölga þeim heldur leiði skýr stefnumörkun til þess að hver króna sé betur nýtt. 

Hér er hægt að nálgast Þjóðmál.