Fréttasafn



19. nóv. 2019 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Stjórn Málms á ferð um Austfirði

Stjórn Málms – samtaka fyrirtækja í málm- og skipasmíði heimsótti Verkmenntaskóla Austurlands fyrir skömmu en skólinn er eini verknámsskólinn á svæðinu frá Höfn í Hornafirði að Akureyri. Markmiðið með heimsókninni var að kynnast kennsluháttum í málmgreinum og skoða aðstæður í skólanum. Í sömu ferð heimsótti stjórnin einnig fyrirtækin G. Skúlason á Neskaupstað, Launafl og Alcoa á Reyðarfirði.

Á myndinni hér fyrir ofan eru stjórnarmenn Málms, Bjarni Thoroddsen, Stefán Sigurðsson, Helgi Guðjónsson, Guðlaugur Þór Pálsson, Reynir Eiríksson ásamt Magnúsi Helgasyni frá Launafl sem situr í stjórn SI og Guðrúnu Birnu Jörgensen, viðskiptastjóra á framleiðslusviði SI. 

Malmur-a-Austfjordum-2-

Malmur-a-Austfjordum-3-

Malmur-a-Austfjordum-4-