Fréttasafn



24. apr. 2023 Almennar fréttir Mannvirki Meistarafélag Suðurlands

Stjórn Meistarafélags Suðurlands endurkjörin

Aðalfundur Meistarafélags Suðurlands var haldinn fyrir skömmu. Engin breyting varð á stjórn félagsins að þessu sinni en í stjórn MFS sitja Valdimar Bjarnason formaður, Sigurður Sigurjónsson varaformaður, Valur Örn Gíslason gjaldkeri, Stefán Helgason ritari og meðstjórnendur eru Baldur Pálsson og Hjálmar F. Valdimarsson. Þess má geta að stjórnarmenn koma víða að frá Suðurlandinu; Hvolsvelli, Árborg og Hveragerði.

Í skýrslu stjórnar kom fram að félagið er í sérstöku átaki að hitta sveitastjórnir á Suðurlandinu. Þessar heimsóknir hafa mælst vel fyrir og áformar félagið að halda þessu áfram á nýju starfstímabili.

Þegar hefðbundnum aðalfundarstörfum var lokið kynnti Ásta Stefánsdóttir sveitastjóri Bláskógabyggðar það helsta sem í gangi er í sveitafélaginu.

Í máli hennar kom meðal annars eftirfarandi fram: 

  • Bláskógarbyggð stendur ágætlega heilt yfir, þó er flókið að vera með þrjá þéttbýliskjarna.
  • Árið 2022 fjölgaði íbúum um 10%.
  • Erlendir ríkisborgarar eru 32% íbúa.
  • Meðalútsvar er ekki hátt í sveitafélaginu.
  • Mikið er um sumarhús í sveitarfélaginu, um það bil 2.000. Þetta er stór tekjulind fyrir sveitafélagið, en því fylgir líka mikill kostnaður.
  • Garðheimar taka ca. ¼ af öllu rafmagni Brúárvirkjunar.
  • Þegar horft er til uppbyggingar atvinnulífs virðist það frekar einsleitt þar sem flestir eru að horfa á gerð baðlóna.
  • Komin er upp algjörlega ný staða í sveitafélaginu. Nú þarf að fara í borun eftir heitu vatni á Laugarvatni og í Reykholti. Hingað til hefur verið hægt að nýta það vatn sem kemur sjálfkrafa upp.
  • Nokkuð hefur verið um að byggt hafi verið nýtt íbúðarhúsnæði, þá helst í Reykholti. Mest hefur það verið að fyrirtækin í sveitarfélaginu hafa verið að byggja húsnæði yfir starfsfólk.

Valdimar Bjarnason formaður Meistarafélags Suðurlands.

Adalfundur-2023_1Ásta Stefánsdóttir sveitastjóri Bláskógabyggðar.