Fréttasafn



8. sep. 2022 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Nýsköpun

Stjórn og starfsmenn Nordic Innovation heimsækja SI

Stjórn og starfsmenn Nordic Innovation heimsóttu Samtök iðnaðarins í vikunni. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, og Nanna Elísa Jakobsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI, tóku á móti hópnum og fóru yfir stöðu íslensks iðnaðar, vöxt hugverkaiðnaðar og þær jákvæðu breytingar sem hafa orðið á nýsköpunarumhverfinu hér á landi undanfarin ár. 

Lýður Skúli Erlendsson, sérfræðingur hjá Rannís, er fulltrúi Íslands í stjórninni en öll Norðurlöndin eiga einn fulltrúa. Nordic Innovation starfa undir Norrænu ráðherranefndinni sem hafa það að markmiði að gera Norðurlöndin leiðandi í sjálfbærni, nýsköpun og samkeppnishæfni nýsköpunarfyrirtækja. Árlega eru settar 10 milljónir evra í stuðning við sprotafyrirtæki og undanfarið hefur áhersla verið lögð á sérstök „scale-up“ prógrömm þar sem norræn fyrirtæki sem þykja lofa góðu fá stuðning til þess að stækka og sækja á erlenda markaði. Það kom fram í máli þeirra að íslensk fyrirtæki væru sérstaklega fyrirferðamikil í þessum prógrömmum miðað við fólksfjölda hér og hefðu notið mikillar velgengni.