Fréttasafn



21. okt. 2019 Almennar fréttir

Stjórn SI á ferð í Evrópu

Stjórn Samtaka iðnaðarins ásamt framkvæmdastjóra og lögfræðingi SI lögðu land undir fót fyrir fyrir skömmu og heimsóttu meðal annars OECD í París og höfuðstöðvar EFTA í Brussel. Á dagskrá stjórnarinnar var einnig heimsókn í íslensku sendiráðin í báðum borgunum þar sem meðal annars var rætt um hagsmunagæslu Íslands gagnvart Evrópusambandinu. Þá var málþing um Brexit á vegum Fransk-íslenska viðskiptaráðsins auk þess sem stjórnin átti fund hjá framkvæmdastjórn ESB. Því til viðbótar kynnti stjórnin sér nýstárleg menntaverkefni en School 42 er skóli án kennara þar sem nemendur læra forritun.

Á myndinni fyrir ofan sem tekin var í París eru talið frá vinstri: Ágúst Þór Pétursson, Guðmundur S. Viðarsson, Egill Jónsson, Ragnar Guðmundsson, Lárus Andri Jónsson, Guðrún Halla Finnsdóttir, Magnús Hilmar Helgason, Agnes Ósk Guðjónsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Björg Ásta Þórðardóttir, Árni Sigurjónsson, Guðrún Hafsteinsdóttir, Sigurður Ragnarsson, Sigurður Hannesson, Daníel Óli Óðinsson, Birgir Örn Birgisson og Valgerður Hrund Skúladóttir.

Sendirad_2019Í íslenska sendiherrabústaðnum í París.