Fréttasafn



28. maí 2019 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Stjórn SÍK endurkjörin á aðalfundi

Aðalfundur Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, SÍK, var haldinn á Vox Home á Hótel Nordica Reykjavík, síðastliðinn föstudag.

Stjórn SÍK var endurkjörin en hana skipa Kristinn Þórðarson hjá True North sem er formaður stjórnar, Guðrún Edda Þórhannesdóttir hjá Kvikmyndafélaginu Hughrif sem er varaformaður, Lilja Ósk Sigurðardóttir hjá Pegasus, Guðbergur Davíðsson hjá Ljósop, Hilmar Sigurðsson hjá Saga Film. Varamenn í stjórn eru Júlíus Kemp hjá Kvikmyndafélagi Íslands og Hlín Jóhannesdóttir hjá Vintage Pictures.

Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI, flutti erindi á fundinum um málefni og áskoranir kvikmyndaiðnaðarins og Kristinn Þórðarson, formaður SÍK, gerði grein fyrir síðasta starfsári og helstu verkefnum sem SÍK vann að á árinu. Þá flutti Grímar Jónsson, kvikmyndaframleiðandi, sem á sæti í nefnd menntamálaráðherra um framtíðarstefnu í kvikmyndamálum, einnig erindi. Hann fór yfir störf nefndarinnar og sýn á framtíðarstefnu fyrir greinina. 

Adalfundur-mai-2019-1-