Fréttasafn



24. maí 2019 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Nýsköpun

Taktikal jók veltu um 164%

Fyrirtækið Taktikal hlaut viðurkenningu Vaxtarsprotans í flokki fyrirtækja með veltu frá 10-100 milljónum króna en velta félagsins jókst um 164% á milli áranna 2017 og 2018. Fyrirtækið sem var stofnað árið 2017 sérhæfir sig í ráðgjöf og þjónustuhönnun fyrir rafrænar undirritanir og aðra traustþjónustu en sérfræðingar þess hafa þróað lausn sem auðveldar þjónustuveitendum innleiðingu og rekstur á rafrænum undirskriftum á sveigjanlegri hátt. 

Það var Bjarki Heiðar Ingason, einn af eigendum Taktikal, sem tók á móti verðlaununum.

Á myndinni fyrir ofan eru, talið frá vinstri, Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, Bjarki Heiðar Ingason, einn af eigendum Taktikal, Árni Sigurjónsson, varaformaður SI, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar-, nýsköpunar- og dómsmálaráðherra.

Á Facebook er hægt að skoða fleiri myndir frá afhendingunni.

_D4M3684