Fréttasafn



25. apr. 2023 Almennar fréttir Orka og umhverfi

Þarf að tvöfalda raforkuframleiðsluna

„Það þarf svona nokkurn veginn að tvöfalda raforkuframleiðslu en við megum ekki gleyma því að við erum að brenna mjög miklu af olíu hér á landi til þess að knýja verðmætasköpunina. Verðmætasköpunin er knúin svona ca. 40 prósent af olíu og 60 prósent af rafmagni og verkefnið er að skipta út olíunni,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, í frétt RÚV.

Í  frétt RÚV segir að framkvæmdastjóri SI telji að markmið Íslands í orkuskiptum og loftslagsmálum náist ekki nema hafist verði handa við að auka raforkuframleiðslu í landinu án tafar og að virkja þurfi meira. „Ég held að þetta verði margir ólíkir valkostir; það er talað um vindorku, það verður örugglega eitthvað vatnsafl og einhverjar jarðvarmavirkjanir. Ég held að þetta verði margir kostir sem eru dreifðir.“

Þegar fréttamaður spyr: „Það eru 15 til 16 ár til stefnu, þurfum við þá helst ekki að byrja í gær?“ svarar Sigurður: „Jú og í fyrradag.“

RÚV, 25. apríl 2023.