Fréttasafn



23. apr. 2021 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Nýsköpun Starfsumhverfi

Þarf að vera auðveldara að ráða erlenda sérfræðinga

Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI, ræddi við Helga Vífil Júlíusson í sjónvarpsþættinum Markaðurinn á Hringbraut um hugverkaiðnaðinn. Þar segir Sigríður meðal annars að mörg fyrirtæki í hugverkaiðnaði hafi lent á vegg hvað varðar þekkingu og þurfi að leita út fyrir landsteinana til að ráða sérfræðinga. Hagkerfið sé lítið og þjóðin fámenn. Til að byggja upp alþjóðleg fyrirtæki í hátækni og hugverkaiðnaði þurfi að vera auðveldara að ráða erlenda sérfræðinga sem geti tekið þátt í uppbyggingu á íslenskum hugverkaiðnaði. Sigríður segir að það þurfi að vera til staðar skattaívilnanir og aðrir hvatar til að laða að erlenda sérfræðinga til landsins. Jafnframt þurfi að einfalda þeim ferlið að fá dvalar- og atvinnuleyfi.

Í þættinum segir Sigríður einnig of flókið fyrir sérfræðinga utan EES-svæðisins að setjast að á Íslandi. „Við viljum að stjórnvöld setji af stað hraðbraut til að auðvelda hugverkafyrirtækjum að ráða til sín fólk utan úr heimi. Þetta er hindrun í vexti ýmissa fyrirtækja.“

Fréttablaðið, 21. apríl 2021. 

Fréttablaðið, 22. apríl 2021.