Fréttasafn



22. nóv. 2022 Almennar fréttir

Þjóðargjöf afhent

Þjóðargjöf, 550 eintök af nýrri heildarútgáfu Íslendingasagna og þátta sem út kom í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands, var afhent  í Safnahúsinu fyrir skömmu. Samtök iðnaðarins eru meðal bakhjarla þjóðargjafarinnar og var Árni Sigurjónsson, formaður SI, viðstaddur athöfnina fyrir hönd samtakanna.

Á viðburðinum fluttu ávörp forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, Jóhann Sigurðsson, útgefandi, og Snorri Másson, málfræðingur og fréttamaður, að viðstöddum gestum. Í þeim hópi voru Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, fulltrúar þeirra fyrirtækja og stofnana sem eru bakhjarlar þjóðargjafarinnar og aðrir vildarvinir menningararfsins. Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, stýrði viðburðinum. Að afhendingu lokinni var boðið upp á kaffiveitingar.

Á vef Stjórnarráðsins er hægt að nálgast frekari upplýsingar.

Myndir/BIG

Afhending_thjodargjafar-29Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Jóhann Sigurðsson, útgefandi, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, frú Vigdís Finnbogadóttir og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.

Afhending_thjodargjafar-21Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, flutti ávarp og tók formlega á móti gjöfinni.

Afhending_thjodargjafar-26Árni Sigurjónsson, formaður SI.

Afhending_thjodargjafar-11Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, flutti ávarp.

Afhending_thjodargjafar-25Snorri Másson, málfræðingur og fréttamaður, flutti ávarp.

Afhending_thjodargjafar-6Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, stýrði viðburðinum.

Afhending_thjodargjafar-14Jóhann Sigurðsson, útgefandi, flutti ávarp.