Fréttasafn



19. sep. 2018 Almennar fréttir Menntun

Tíu þættir um Boxið á RÚV

Fyrsti þáttur af tíu um hugvitskeppni framhaldsskólanna, Boxið, var sýndur á RÚV síðastliðinn laugardag. Þættirnir verða sýndir á RÚV kl. 18.30 næstu laugardaga en umsjónarmenn eru Steiney Skúladóttir og Atli Már Steinarsson. Framleiðandi þátttakanna er Sagafilm.

Að keppninni standa Samtök iðnaðarins, Háskólinn í Reykjavík, mennta- og menningarmálaráðuneytið og Samband íslenskra framhaldsskólanema. Markmið með Boxinu er að kynna og vekja áhuga nemenda á verk- og tækninámi og fjölbreyttum störfum í iðnaði. Þrautirnar útbúa fyrirtæki úr ólíkum greinum iðnaðarins með aðstoð fræðimanna Háskólans í Reykjavík. 

Á vef RÚV er hægt að horfa á fyrsta þáttinn.

Boxid2017Atli Már Steinarsson og Steiney Skúladóttir eru umsjónarmenn þáttanna um Boxið.