Fréttasafn



17. okt. 2018 Almennar fréttir Orka og umhverfi

Toyota og Skinney-Þinganes fengu umhverfisverðlaun

Umhverfisverðlaun atvinnulífsins voru afhent á Umhverfisdegi atvinnulífsins sem fram fór í Hörpu í dag. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin. Umhverfisfyrirtæki ársins er Toyota en framtak ársins á sviði umhverfismála á Skinney-Þinganes. Í dómnefnd sátu Ragna Sara Jónsdóttir, formaður dómnefndar, Bryndís Skúladóttir, efnaverkfræðingur og Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

Umhverfisdagur atvinnulífsins er árlegur viðburður en að honum standa Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtök verslunar og þjónustu.

Á vef SA er hægt að lesa nánar um verðlaunahafana.

Á myndinni hér fyrir ofan eru verðlaunahafar frá Toyota, talið frá vinstri: Úlfar Steindórsson forstjóri Toyota, Ágústa Steingrímsdóttir umhverfis- og öryggisstjórn Toyota, Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Bjartur Máni Sigurðsson umhverfis- og öryggisstjórn Toyota, Ragna Sara Jónsdóttir formaður dómnefndar og Kristján Þorbergsson, fjármálastjóri Toyota og annar eigenda.

Umhverfisframtak-arsins-2018-Skinney-ThinganesÁ myndinni eru verðlaunahafar frá Skinney-Þinganes, talið frá vinstri: Þórólfur Árnason forstjóri Samgöngustofu, Sandra Rán Ásgrímsdóttir Mannviti, Gunnar Ásgeirsson stjórnarformaður Skinneyjar-Þinganess, Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Jón Bernódusson Samgöngustofu og Ragna Sara Jónsdóttir formaður dómnefndar Umhverfisverðlauna atvinnulífsins.