Fréttasafn



16. maí 2019 Almennar fréttir

Um 80 sýnendur verða á Lifandi heimili í Laugardalshöllinni

Sýningin Lifandi heimili 2019 hefst í Laugardalshöll næstkomandi föstudag 17. maí og stendur fram til sunnudagsins 19. maí. Um 80 fyrirtæki munu kynna vörur sínar og þjónustu og þar gefst landsmönnum tækifæri til að kynna sér allt það nýjasta á markaðnum. Meðal þeirra sem verða á sýningunni eru Félag íslenskra gullsmiða og Félag íslenskra snyrtifræðinga sem eru aðildarfélög SI. 

Félagsmönnum SI er boðið á formlega setningu sýningarinnar kl. 17.00 á föstudaginn og geta þeir virkjað boðsmiða með því að  skrá þig hér og nota kóðann BB01.