Fréttasafn



23. okt. 2019 Almennar fréttir

Upplýsingafundur um peningaþvætti

Samtök verslunar og þjónustu, Samtök ferðaþjónustunnar og Samtök iðnaðarins standa fyrir upplýsingafundi um skyldur tilkynningaskyldra aðila innan raða samtakanna vegna stöðu Íslands á gráum lista Financial Action Task Force (FATF) vegna ónógra varna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Fundurinn fer fram fimmtudaginn 31. október kl. 8.30-10.00 í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35. 

Á fundinum verður fjallað um:

  • Þær reglur sem gilda um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka
  • Mögulegar afleiðingar þess að Ísland lenti á gráum lista FATF
  • Hverjir eru tilkynningaskyldir aðilar vegna þessara mála
  • Þær skyldur sem hvíla á tilkynningaskyldum aðilum
  • Hvernig eftirilit með tilkynningaskyldum aðilum verður háttað
  • Hvaða afleiðingar það getur haft fyrir fyrirtæki ef þau ekki sinna skyldum sínum í tengslum við þessi mál

Eftirtaldir aðilar munu halda erindi og sitja fyrir svörum fundarmanna:

  • Eiríkur Ragnarsson, lögfræðingur hjá Ríkisskattstjóra
  • Birkir Guðlaugsson, lögfræðingur hjá Ríkisskattstjóra
  • Áslaug Jósepsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu almanna- og réttaröryggis dómsmálaráðuneytisins

  • Guðrún Ögmundsdóttir, forstöðumaður á sviði fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum

Hér er hægt að skrá sig á fundinn.