Fréttasafn



18. jan. 2019 Almennar fréttir

Útboðsþing SI fær jafnréttisstimpil

Útboðsþing SI sem haldið verður næstkomandi fimmtudag hefur fengið jafnréttisstimpil Kvenna í orkumálum. Það er ánægjulegt fyrir Samtök iðnaðarins að fá þessa viðurkenningu en áhersla er lögð á að leitast við að hafa sem jafnast hlutfall kynja á viðburðum samtakanna og viðurkenningin er hvatning um að hafa það ávallt í huga við undirbúning viðburða.

Í tilkynningu segir að þessi viðburður sé haldinn árlega og meðal fyrirlesara séu þungaviktarkonur og -menn sem taki ákvarðanir um stærstu verklegu framkvæmdir á Íslandi á næstu mánuðum. Fundurinn er í jafnvægi með kynjahlutfall framsögumanna og fundarstjóra innan 40/60 viðmiða. Stjórn félagsins Konur í Orkumálum, hrinti í haust af stað verkefninu „Viðburður í jafnvægi“. Félagið hefur skoðað skiptingu kynja meðal fyrirlesara og fundarstjóra á viðburðinum þann 24. janúar nk. og við gleðjumst yfir því að þið náið að vera innan 40/60 viðmiða í kynjahlutfalli framsögumanna á fundinum. Félagið vill því lýsa því yfir að viðburðurinn „Útboðsþing SI – Verklegar framkvæmdir 2019“ flokkast sem Viðburður í jafnvægi og hlýtur þar með jafnréttisstimpil Kvenna í orkumálum.

Hér er hægt að nálgast yfirlit yfir viðburði sem til þessa hafa fengið jafnréttisstimpilinn.

Hér er hægt að skrá sig á Útboðsþing SI 2019.

Auglysing-final_1547554518576