Fréttasafn



24. okt. 2022 Almennar fréttir Félag ráðgjafarverkfræðinga Mannvirki Mannvirki – félag verktaka Samtök arkitektastofa

Útgáfa á nýjum viðmiðum við gerð kostnaðaráætlana

Félag ráðgjafarverkfræðinga, Mannvirki - félag verktaka og Samtök arkitektastofa með stuðningi Framfararsjóðs Samtaka iðnaðarins hafa stigið stórt skref með útgáfu á nýjum viðmiðum við gerð kostnaðaráætlana verklegra framkvæmda í mannvirkjagerð á Íslandi.

Nýr vefur, kostnadur.is, þar sem hægt er að nálgast gögnin var opnaður með formlegum hætti á Vox Club á Hilton Reykjavík Nordica síðastliðinn fimmtudag. Þar komu fram Halldór Eiríksson, arkitekt hjá T.ark og formaður Samtaka arkitektastofa, Ólafur Ágúst Ingason, sviðsstjóri hjá Eflu verkfræðistofu, Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslunnar – Ríkiseigna, og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI. Björg Ásta Þórðardóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, stýrði dagskránni. 

Útfærsla kostnaðaráætlana hefur hingað til ekki verið samræmd hér á landi þar sem hver hagaðili á markaðnum hefur komið sér upp sínu eigin verklagi við gerð og greiningu kostnaðaráætlana. Með útgáfu þessarar nýju aðferðarfræði er því stigið framfaraskref í að samræma gerð kostnaðaráætlana til að tryggja sama skilning og aðferðir við gerð þeirra, auk þess að tryggja aukinn rekjanleika kostnaðaráætlana við framúrkeyrslu verklegra framkvæmda. Útgáfan er ætluð verktökum, ráðgjöfum, verkfræðingum, hönnuðum og ekki síst verkkaupum, hvort heldur eru opinberir verkkaupar eða verkkaupar á almennum markaði.

Markmiðin með útgáfunni:

Skapa sameiginlegan skilning á markaðnum, hugtökum og orðskýringum

Búa til viðmið til að meta hversu vel umfang verkefnis er skilgreint

Auka rekjanleika á framúrkeyrslu 

Myndir/BIG

Á Facebook SI er hægt að nálgast fleiri myndir frá viðburðinum.

Mynd-2022_1666604287539Á myndinni eru, talið frá vinstri, Sigþór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Colas Ísland og formaður Mannvirkis – félags verktaka, Ólafur Ágúst Ingason, sviðsstjóri Eflu verkfræðistofu, Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslunnar – Ríkiseigna, Reynir Sævarsson, formaður Eflu og Félags ráðgjafarverkfræðinga, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Halldór Eiríksson, arkitekt hjá T.ark og formaður Samtaka arkitektastofa, og Björg Ásta Þórðardóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI. 

Si_fundur_vox-3Halldór Eiríksson, arkitekt hjá T.ark og formaður Samtaka arkitektastofa.

Si_fundur_vox-6Ólafur Ágúst Ingason, sviðsstjóri Eflu verkfræðistofu.

Si_fundur_vox-12Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslunnar – Ríkiseigna.

Si_fundur_vox-16Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI.

Si_fundur_vox-10Björg Ásta Þórðardóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI.

Si_fundur_vox-2

Si_fundur_vox-9

Si_fundur_vox-11

Si_fundur_vox-13


Viðskiptablaðið, 24. október 2022.