Fréttasafn



27. sep. 2019 Almennar fréttir Menntun

Úthlutun úr Hvatningarsjóði Kviku

Úthlutað var úr Hvatningarsjóði Kviku fyrir árið 2019/2020 síðastliðinn föstudag í Kviku banka í Borgartúni. Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku, ásamt Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formanni SI, úthlutuðu styrkjunum til átta iðnnema. Hvatningarsjóðurinn er samstarfsverkefni Kviku og Samtaka iðnaðarins sem hefur það að markmiði að efla umræðu og vitund um mikilvægi iðn- og starfsnáms og þýðingu starfa sem því tengjast fyrir íslenskt atvinnulíf.

Eftirfarandi hlutu styrk að fjárhæð kr. 1.000.000:

  • Margrét Agnes Iversen - listakona og nemi í stálsmíði
  • Þóra Kolbrún Jóhannsdóttir - nemi í vélstjórn í Verkmenntaskólanum á Akureyri

Eftirfarandi hlutu styrk að fjárhæð kr. 500.000:

  • Hallgrímur Þorgilsson - nemi í húsamíði í Fjölbrautarskóla Suðurlands 
  • Lára Guðnadóttir - nemi í vélstjórn í Verkmenntaskólanum á Akureyri
  • Rökkvi Jökull Jónasson - nemi í húsasmíði í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti 
  • Stefán Narfi Bjarnason- nemi í rafvirkjun í Fjölbrautarskóla Suðurlands
  • Vala Alvilde Berg- nemi í rafvirkjun í Verkmenntaskólanum á Akureyri- mæti ekki á athöfina
  • Örn Arnarson - nemi í vélstjórn í Verkmenntaskólanum á Akureyri

Nánar um Hvatningarsjóðinn á vef Kviku banka.

Kvika_hvatningarsjodur_uthlutun_20092019-20Styrkþegarnir, talið frá vinstri, Lára Guðnadóttir, Hallgrímur Þorgilsson, Margrét Agnes Iversen, Stefán Narfi Bjarnason, Þóra Kolbrún Jóhannsdóttir og Örn Arnarson.

Kvika_hvatningarsjodur_uthlutun_20092019-1Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku banka.

Kvika_hvatningarsjodur_uthlutun_20092019-3Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.

Kvika_hvatningarsjodur_uthlutun_20092019-11Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI.

Kvika_hvatningarsjodur_uthlutun_20092019-13Margrét Agnes Iversen, listakona og nemi í stálsmíði, ásamt Lilju Alfreðsdóttur og Marinó Erni Tryggvasyni.

Kvika_hvatningarsjodur_uthlutun_20092019-14Þóra Kolbrún Jóhannsdóttir, nemi í vélstjórn í Verkmenntaskólanum á Akureyri, ásamt Guðrúnu Hafsteinsdóttur og Marinó Erni Tryggvasyni.

Kvika_hvatningarsjodur_uthlutun_20092019-15Hallgrímur Þorgilsson, nemi í húsamíði í Fjölbrautarskóla Suðurlands, ásamt Guðrúnu Hafsteinsdóttur og Marinó Erni Tryggvasyni. 

Kvika_hvatningarsjodur_uthlutun_20092019-16Lára Guðnadóttir, nemi í vélstjórn í Verkmenntaskólanum á Akureyri, ásamt Guðrúnu Hafsteinsdóttur og Marinó Erni Tryggvasyni. 

Kvika_hvatningarsjodur_uthlutun_20092019-17Stefán Narfi Bjarnason, nemi í rafvirkjun í Fjölbrautarskóla Suðurlands, ásamt Guðrúnu Hafsteinsdóttur og Marinó Erni Tryggvasyni. 

Kvika_hvatningarsjodur_uthlutun_20092019-18Örn Arnarson, nemi í vélstjórn í Verkmenntaskólanum á Akureyri, ásamt Guðrúnu Hafsteinsdóttur og Marinó Erni Tryggvasyni. 

Kvika_hvatningarsjodur_uthlutun_20092019-5Á myndinni má sjá Ármann Þorvaldsson aðstoðarforstjóra Kviku banka, Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra SI, og Árna Sigurjónsson, varaformann SI. 

Kvika_hvatningarsjodur_uthlutun_20092019-4