Fréttasafn



23. maí 2023 Almennar fréttir Mannvirki Menntun Samtök rafverktaka

Útskrift 15 nýrra meistara í rafiðn

Rafmennt útskrifaði 15 nýja meistara í rafiðn við hátíðlega athöfn síðastliðinn laugardag og voru það fyrstu nemendurnir sem útskrifast úr framhaldsskóla Rafmenntar. Við athöfnina héldu Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, og Hjörleifur Stefánsson, formaður Samtaka rafverktaka, ávörp.

Í ávörpunum kom meðal annars fram að framtíð hagvaxtar á Íslandi byggi á iðn- og tæknimenntuðu fólki og fyrir utan hefðbundin störf rafiðnaðarfólks í mannvirkjagreinum þá séu mikla áskoranir framundan í loftslagsmálum. Þar sé efst á baugi orkuskipti í samgöngum og sjávarútvegi auk rafvæðingu hafna þar sem rafiðnaðnaðarfólk komi til með að hafa mikla aðkomu að því að leysa verkefni því tengdu. Þá kom fram að mikilvægt væri að meistarar væru þátttakendur í að efla starfsgreinina með því að taka nema til sín. 

Að ávörpunum loknum afhenti Þór Pálsson, framkvæmdastjóri Rafmenntar, meisturunum prófskírteini auk þess sem formaður Samtaka rafverktaka afhenti öllum meisturunum gjöf frá samtökunum.

Við útskriftina var greint frá því að þar sem færri komast að en vilja í kvöldskóla Tækniskólann væri Rafmennt að fara af stað með námsmöguleika sem sniðinn er að þeim sem starfandi eru á vinnumarkaðinum en hafa ekki lokið formlegu námi.

20230520_170909Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI.

20230520_171517Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður RSÍ.

20230520_185659Hjörleifur Stefánsson, formaður SART.