Fréttasafn



2. feb. 2024 Almennar fréttir Efnahagsmál Iðnaður og hugverk Menntun Starfsumhverfi

Vænta 77% fjölgunar starfsfólks í tækni- og hugverkaiðnaði

Í nýrri greiningu SI sem byggir á könnun sem gerð var meðal stjórnenda fyrirtækja í tækni- og hugverkaiðnaði innan raða Samtaka iðnaðarins kemur fram að stjórnendur vænta 77% fjölgunar starfsfólks í tækni- og hugverkaiðnaði á næstu 5 árum. Það eru 2.498 til viðbótar við þau 3.224 sem eru starfandi, þannig að heildarfjöldi starfandi í þessum fyrirtækjum verður 5.722 gangi áætlanir eftir.

Í greiningunni kemur einnig fram að 63% stjórnenda segja að erfiðleikar við að finna rétt starfsfólk hafi heft vöxt fyrirtækjanna og jafnhátt hlutfall stjórnenda segja að innlent menntakerfi muni ekki mæta færniþörf.

Að mati Samtaka iðnaðarins þarf að efla innlent menntakerfi en að sama skapi liðka fyrir komu erlendra sérfræðinga til landsins með því að auka skattahvata til erlendra sérfræðinga, markaðssetja Ísland í auknum mæli sem nýsköpunarland og sníða af vankanta í umsóknarferli um atvinnu- og dvalarleyfi sem hafa valdið því að ferlið er tímafrekt og ófyrirsjáanlegt. 

Hér er hægt að nálgast greininguna.

Starfandi-i-taekni-og-hugverkaidnadi


mbl.is, 2. febrúar 2023.

Viðskiptablaðið, 2. febrúar 2023.