Fréttasafn



21. nóv. 2018 Almennar fréttir

Víglundur Þorsteinsson – kveðja frá SI

Útför Víglundar Þorsteinssonar fer fram frá Hallgrímskirkju í dag. Víglundur lét mikið að sér kveða á vettvangi íslensks atvinnulífs og var um langt árabil framkvæmdastjóri BM Vallár. Hann var í stjórn Félags íslenskra iðnrekenda 1978-1991 og kosinn formaður félagsins 1982 en félagið rann síðar inn í Samtök iðnaðarins þegar samtökin tóku formlega til starfa um áramótin 1993/1994. Markmið hinna nýju samtaka var að auka áhrif iðnaðar í þjóðfélaginu, vinna að bættum starfsskilyrðum, hvetja til hagkvæmni í rekstri og leggja áherslu á markvissa vöruþróun, markaðsstarfsemi og menntamál. Víglundur lagði lóð á vogarskálarnir að ná fram þeim markmiðum.

Að leiðarlokum þakka Samtök iðnaðarins Víglundi ötult starf og framlag hans til íslensks iðnaðar um leið og samtökin senda fjölskyldu hans og aðstandendum samúðarkveðjur.

Á myndinni sem birt var í Morgunblaðinu 1982 má sjá Víglund (t.h.) en hann tók við af fráfarandi formanni Félags íslenskra iðnrekenda, Davíð Sch. Thorsteinssyni (t.v.).