Fréttasafn



27. feb. 2023 Almennar fréttir Félag ráðgjafarverkfræðinga Mannvirki

Yngri ráðgjafar skoða Hús íslenskunnar

Yngri ráðgjafar, deild innan Félags ráðgjafarverkfræðinga, fengu einstakt tækifæri til að kynna sér Hús íslenskunar sl. föstudag þegar fulltrúar frá Hornsteinum, Eflu og Ístaki tóku á móti hópi 40 áhugasamra verkfræðinga til kynningar og vettvangsferðar um húsið. 

Hús íslenskunnar er nú á lokametrum framkvæmda og fóru Ólafur Hrafnkell Baldursson og Ingimundur Þorsteinsson hjá Ístaki og Ólafur Hersisson hjá Hornsteinum yfir sögu hönnunar hússins og framkvæmda þess sem nær aftur til ársins 2008. Eftir góða kynningu þeirra var gengið um húsið og einstök rými þeirra útskýrð.

Hús íslenskunnar er á þremur hæðum auk bílakjallara undir hluta þess. Heildarfermetrar hússins er 6.500 fermetrar auk 2.200 fermetra bílakjallara. Húsnæðið kemur til með að verða miðstöð rannsókna og kennslu í íslenskum fræðum; tungu, bókmenntum og sögu ásamt því að hýsa starfsemi Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands. Í byggingunni eru ýmis sérhönnuð rými, svo sem fyrir varðveislu, rannsóknir og sýningu á fornum íslenskum skinnhandritum, vinnustofur kennara og fræðimanna, lesrými fyrir nemendur, fyrirlestra- og kennslusalir og bókasafn með lesrými.

Að lokinni vettvangsferð bauð Ístak gestum upp á glæsilegar veitingar og voru gestir á einu máli um að um merka byggingu væri að ræða sem ætti eftir að setja sterkan svik á umhverfi sitt, bæði hvað varðar hönnun og nýtni.

Image00001_1677503761219

Image00004_1677503878338

Image00006_1677503896452

Image00012

Image00015

Image00017

Image00016