Fréttasafn



16. ágú. 2018 Almennar fréttir Mannvirki

Eitt af hverjum fjórum nýjum störfum í byggingariðnaði

Launþegum í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð voru 14.100 í júní síðastliðnum og fjölgaði um 900 milli ára samkvæmt gögnum Hagstofunnar. Um er að ræða 26% af heildarfjölgun launþega í hagkerfinu öllu á tímabilinu. Undirstrikar þetta mikið vægi þessarar greinar iðnaðar í hagvextinum á tímabilinu.

Heildarfjöldi launþega var 198.900 í hagkerfinu í júlí og var hlutdeild byggingarstarfsemi og mannvirkjagerðar um 7% af því. Hefur hlutdeild greinarinnar farið vaxandi í þessari efnahagsuppsveiflu. Ástæða aukningarinnar má rekja til vaxandi fjárfestinga á tímabilinu en fjárfestingarstigið í hagkerfinu var í sögulegu lágmarki við upphaf uppsveiflunnar.

Hér er hægt að lesa nánar um vægi iðnaðar á vinnumarkaði.