Fréttasafn



  • Fáni Evrópusambandsins

22. feb. 2012

Lítil breyting á viðhorfi til ESB aðildar

Ný könnun Capacent  Gallup fyrir Samtök iðnaðarins um viðhorf til til aðildar að Evrópusambandinu og aðildarviðræðna gefur til kynna að 56,2% séu andvígir aðild en 26,3% hlynnt. Þessar tölur eru svipaðar og hafa komið fram í sambærilegum könnunum fyrir samtökin 2011 og 2010.
 
Þegar spurt var út í viðhorf til aðildarviðræðna kemur í ljós að 43,6% eru fylgjandi því að íslensk stjórnvöld dragi umsókn til baka en 42,6% andvíg. Munurinn er ekki tölfræðilega marktækur.

Mikil áhersla var lögð að vandaða framsetningu spurninga. Þannig var bæði spurt hvort viðkomandi væri fylgjandi eða andvígur að draga umsókn til baka og hins vegar hvort viðkomandi væri fylgjandi eða andvígur að ljúka aðildarviðræðum.

Samtök iðnaðarins hafa kannað hug til aðildar að Evrópusambandinu reglulega frá árinu 2000. Nýju könnunina og eldri kannanir má finna hér.