Fréttasafn



  • útboðsþing 2012

2. mar. 2012

Útboðsþing 2012

Á Útboðsþingi í dag voru kynntar opinberar verklegar framkvæmdir að fjárhæð 42 milljarða króna. Til samanburðar voru áætlaðar framkvæmdir í fyrra að andvirði 51 milljarður króna sem þýðir um 18% samdrátt.

Framkvæmdasýsla ríkisins

Framkvæmdasýsla ríkisins ráðgerir framkvæmdir á vegum ráðuneytanna að fjárhæð 7,8 milljarða.

Reykjavíkurborg

Reykjavíkurborg ráðgerir framkvæmdir fyrir 8,8 milljarða sem er sama upphæð og í fyrra. 1,5 milljarðar eru áætlaðir í viðhald gatna og fasteigna, 3,9 milljarðar í fasteignir og stofnbúnað og 2,6 milljarðar í gatnaframkvæmdir.

Vegagerðin

Vegagerðin gerir ráð fyrir að verja 6 milljörðum í nýfjárfestingar og rekstur vegakerfisins en áætlun í fyrra hljóðaði upp á 10,8 milljarða króna.

Auk ofangreindra kynntu verkefni sín Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur, Landsnet, Siglingastofnun og HS orka. 

Glærur 
 

Útboðsþing var haldið í 17. sinn en að því standa Samtök iðnaðarins, Mannvirki og Félag vinnuvélaeigenda.