Mannvirki - félag verktaka

Hagsmunafélag jarðvinnu- og byggingaverktaka

Mannvirki

Mannvirki félag verktaka starfar sem starfsgreinahópur í Samtökum iðnaðarins. Félagið hefur það að markmiði að vinna að hagsmunamálum jarðvinnu- og byggingaverktaka.

Um aðild að félaginu geta aðeins sótt fyrirtæki sem eru aðilar að Samtökum iðnaðarins og starfa í jarðvinnu- og eða byggingaverktöku og velta amk. 200 millj. króna árlega í verktöku og/eða fjöldi ársverka í starfsgreininni er amk. 20. 

Tengiliður hjá SI: Eyrún Arnarsdóttir, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði, eyrun@si.is, s. 6907730

Stjórn

Stjórn Mannvirki

Sigþór Sigurðsson, Malbikunarstöðin Hlaðbær Colas hf.
Gylfi Gíslason, JÁ verk.

 

Starfsreglur

MANNVIRKI - FÉLAG VERKTAKA
Stofnað 26. nóvember 2004

Starfsreglur

1. gr.

 Mannvirki félag verktaka   starfar sem starfsgreinahópur í Samtökum iðnaðarins.

2. gr.

Markmið   Mannvirkis – félags verktaka   er að vinna að hagsmunamálum jarðvinnu- og byggingaverktaka.

3. gr.

Um aðild að félaginu geta aðeins sótt fyrirtæki sem eru aðilar að Samtökum iðnaðarins og starfa í jarðvinnu- og eða byggingaverktöku og velta amk. 200 millj. króna árlega í verktöku og eða fjöldi ársverka í starfsgreininni er amk. 20. Umsóknir nýrra fyrirtækja skulu lagðar fyrir félagsfund og þeirra skal getið í fundarboði.  Umsókn telst samþykkt ef meiri hluti greiðir því atkvæði.

4. gr.

Formaður félagsins er kosinn einu sinn ári á aðalfundi. Á sama fundi skal kjósa varaformann. 

5. gr.

Formaður eða varaformaður, í forföllum hans, boða til félagsfunda í samráði við tengiliði félagsins innan Samtaka iðnaðarins svo oft sem þurfa þykir.  Formaður eða varaformaður skulu þó boða félagsfund ef a.m.k. tvö aðildarfyrirtæki  krefjast þess.

6. gr.

Félagsfundir skulu haldnir ekki sjaldnar en tvisvar á ári að meðtöldum aðalfundi.  Boða skal til fundar með bréfi, símbréfi eða tölvupósti.

7. gr.

Aðalfundur skal haldinn í október ár hvert.  Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum félagsins. Til aðalfundar skal boða skriflega með bréfi, símbréfi  eða tölvupósti, með minnst viku fyrirvara.  Aðeins þeir félagar, sem senda fulltrúa á aðalfund, hafa atkvæðisrétt.

8. gr.

Dagskrá aðalfundar

1.   Kjör fundarstjóra.
2.   Kjör ritara fundarins.
3.   Formaður flytur skýrslu stjórnar.
4.   Reikningar félagsins lagðir fram.
5.   Ákvörðun árgjalds
6.   Breytingar starfsreglna, ef fyrir liggja.
7.   Kjör stjórnar:                                                                                                          
a)   Formaður til eins árs
b)  Varaformaður til eins árs
9.    Önnur mál.

9. gr.

 Við atkvæðagreiðslu á aðalfundi ræður einfaldur meirihluti.  Allir fullgildir félagar að félaginu hafa jafnan atkvæðisrétt á fundum, þ.e. hverju fyrirtæki fylgir eitt atkvæði.

10. gr.

 Aðalfundur hefur heimild til að breyta reglum þessum, að því tilskildu að a.m.k. helmingur félagsmanna sé viðstaddur og a.m.k. 2/3 atkvæðisbærra fundarmanna samþykki breytinguna.

Samþykkt á stofnfundi Mannvirkis – félags verktaka   þann 26. nóvember 2004. Reglurnar öðlast þegar gildi.

Mannvirki – félag verktaka
26. nóvember 2004

Stofnfélagar:

Bergsteinn  ehf.
Björgun ehf.
Borgarverk ehf.
Einar S. Svavarsson       
Feðgar ehf.
Fjarðarmót ehf.
Háfell ehf.
Heimir og Þorgeir ehf.              
ÍAV - Íslenskir aðalverktakar hf.
ÍSTAK hf.  
Jarðvélar ehf.
Króksverk ehf.
Loftorka  Reykjavík ehf.
Magni ehf.
Malbikunarstöðin Hlaðbær – Colas hf.
Ris ehf.
Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf.
Suðurverk hf.
Sveinbjörn Sigurðsson ehf.
Sæþór ehf. 
Véltækni hf.
ÞG verktakar ehf.