Mannvirkjasvið SI
Á mannvirkjasviði starfa sérfræðingar sem þekkja vel til mannvirkjalaga og byggingarreglugerðar. Á hverju ári skipuleggur sviðið fjölmarga fundi og ráðstefnur til að efla umræðu um bygginga- og mannvirkjagerð.
Mannvirkjagerð er mikilvæg uppspretta atvinnu og verðmætasköpunar fyrir íslensku þjóðina en ársverk í mannvirkjagerð hafa verið á bilinu 11.500 - 12.500 á undanförnum árum.
Mannvirkjasvið stendur fyrir árlegri talningu á íbúðum í byggingu til að fylgjast með umfangi framleiðslu íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Nánari upplýsingar er að finna HÉR.
Hér er hægt að nálgast upplýsingar um Ábyrgðarsjóð Meistaradeildar SI, MSI. Í Meistaradeild SI eru Félag Skrúðgarðyrkjumeistara, Málarameistarafélagið, Meistarafélag Suðurlands, Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði, Meistarafélag byggingamanna á Norðurlandi, Meistarafélag húsasmiða, SART- samtök rafverktaka, Félag dúklagninga- og veggfóðrarameistara, Múrarameistarafélag Reykjavíkur, Meistarafélag byggingamanna á Suðurnesjum, Félag blikksmiðjueigenda og Meistarafélag byggingariðnaðarmanna í Vestmannaeyjum.