Mannvirkjasvið SI

Á mannvirkjasviði starfa sérfræðingar sem þekkja vel til mannvirkjalaga og byggingareglugerðar. Á hverju ári skipuleggur sviðið fjölmarga fundi og ráðstefnur til að efla umræðu um bygginga- og mannvirkjagerð. 

Mannvirkjagerð er mikilvæg uppspretta atvinnu og verðmætasköpunar fyrir íslensku þjóðina en ársverk í mannvirkjagerð hafa verið á bilinu 11.500-12.500 á undanförnum árum. 

Íbúðartalning SI - Mannvirkjasvið stendur fyrir árlegri talningu á íbúðum í byggingu til að fylgjast með umfangi framleiðslu íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Hér er hægt að nálgast niðurstöður talninga. 

Meistarinn.is - Sett hefur verið upp vefsíðan meistarinn.is þar sem hægt er að leita að fyrirtækjum með starfandi iðnmeisturum sem eru félagsmenn meistarafélaga innan Samtaka iðnaðarins. 

Ábyrgðarsjóður Meistaradeildar SI - Að baki Ábyrgðarsjóði Meistaradeildar SI, MSI, standa Samtök iðnaðarins og meistarafélög. Hér er hægt að nálgast upplýsingar um sjóðinn.  

Verksamningar Hér er hægt að nálgast upplýsingar um gerð verksamninga milli kaupenda og verktaka.

Í Meistaradeild SI eru Félag Skrúðgarðyrkjumeistara, Málarameistarafélagið, Meistarafélag Suðurlands, Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði, Meistarafélag byggingamanna á Norðurlandi, Meistarafélag húsasmiða, SART- samtök rafverktaka, Félag dúklagninga- og veggfóðrarameistara, Múrarameistarafélag ReykjavíkurMeistarafélag byggingamanna á SuðurnesjumFélag blikksmiðjueigenda og Meistarafélag byggingariðnaðarmanna í Vestmannaeyjum.

Mannvirkjaráð SI 

Í Mannvirkjaráði SI eru fulltrúar allra starfandi fagfélaga á sviðinu auk stjórnarmanna SI sem starfa í mannvirkja- og byggingariðnaði. Meistaradeild SI

Innan Meistaradeildar SI starfa 12 félög iðnmeistara. Tilgangurinn er að skapa öflugan þverfaglegan umræðuvettvang og auka samstarf félagsmanna í byggingargreinum innan Samtak iðnaðarins. 

Meistaradeild SI

Meistaradeild SI rekur Ábyrgðarsjóð MSI. Tilgangur með ábyrgðarsjóðnum er að tryggja viðskiptavinum félagsmanna MSI eins og kostur er að vinna framkvæmd af félagsmönnum MSI sé í samræmi við skriflegt samkomulag um verkið og góð fagleg vinnubrögð. Hér er hægt að nálgast upplýsingar um sjóðinn. Tengdar fréttir

Frestun á innviðafjárfestingu skerðir lífskjör - Almennar fréttir Mannvirki

Hætt er við að frestun á innviðafjárfestingu skerði lífskjör segir í álitsgerð fjármálaráðs um fjármálastefnu 2018-2022 sem birt hefur verið.

Lesa meira

Íslenskir ráðgjafarverkfræðingar og arkitektar skila mestri arðsemi - Almennar fréttir Mannvirki

Ný skýrsla um ráðgjafarverkfræðinga og arkitekta á Norðurlöndunum sýnir að íslensku fyrirtækin skila mestri arðsemi.

Lesa meira

Nær uppselt á Verk og vit - Almennar fréttir Mannvirki

Sýningarsvæðið á stórsýningunni Verk og vit er nær uppselt nú þegar rétt um þrír mánuðir eru í sýninguna.

Lesa meira

Rafverktakar héldu upp á 90 ára afmæli FLR í Perlunni - Almennar fréttir Mannvirki

Félag löggiltra rafverktaka, FLR, sem er aðildarfélag SI, hélt upp á 90 ára afmæli sitt fyrir skömmu.

Lesa meira

Fréttasafn